Persónuleg skíða- og brettakennsla á besta skíðasvæði landsins.
Bóka tíma núnaVið erum skíða- og brettaskóli staðsettur í Hlíðarfjalli. Teymið okkar samanstendur af reyndum kennurum sem leggja metnað sinn í að veita persónulega þjónustu. Hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref eða vilt bæta tæknina, bjóðum við upp á bæði einkakennslu og litla hópatíma (hámark 6 manns) til að tryggja gæði og öryggi.
Hjarta skíðamennskunnar
Á Tröllaskaga og Norðausturlandi eru fimm frábær skíðasvæði með stuttu millibili. Við þekkjum svæðið út og inn.
Við kennum byrjendum grundvallaratriðin og hjálpum lengra komnum að fínpússa stílinn.
Frá fyrstu beygju til fullkomins jafnvægis – lærðu á bretti í öruggu umhverfi.
Ferdast þú með fjölskyldu eða vinum? Við bjóðum upp á kennslu fyrir allt að 6 manns saman.
Skíði eru fyrir alla. Við bjóðum upp á sérhæfða kennslu og búnað (sitjandi skíði).
Veldu hentugan tíma og byrjaðu þitt ævintýri á snjónum
Við erum hópur skíða- og brettakennara með margra ára reynslu af kennslu í Hlíðarfjalli og víðar. Okkar markmið er að gera upplifun þína í brekkunum einstaka.
Skólastjóri
Jóhann stofnaði skólann og hefur áratuga reynslu af kennslu. Hann býr yfir alþjóðlegum réttindum og kennir á skíði, snjóbretti, gönguskíði og sitjandi skíði.
Skíðakennari
Þórunn er reynslumikill kennari sem hefur verið með okkur frá upphafi. Hún sérhæfir sig í alpagreinum og gönguskíðum.
Skíða- og brettakennari
Gylfi er fjölhæfur kennari sem kennir bæði á skíði og snjóbretti. Hann leggur áherslu á öryggi og góða upplifun.
Skíðakennari
Helga hefur lag á að gera námið skemmtilegt og hentar vel fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.
Verð miðast við kennslu. Búnaður og lyftukort eru ekki innifalin nema annað sé tekið fram. Hópatímar miðast við hámark 6 manns.
Full endurgreiðsla fæst ef afbókað er með 24 klst fyrirvara. Eftir það áskiljum við okkur rétt til að rukka fullt gjald.
Ef Hlíðarfjall er lokað vegna veðurs endurgreiðum við að fullu eða finnum nýjan tíma.
Allir nemendur eru á eigin ábyrgð. Iceland Snowsports tekur ekki ábyrgð á slysum.